Inngilding og hvernig hún reiðir sig á ólaunaða vinnu erlendra kvenna Christina Milcher skrifar 24. október 2023 10:01 Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Félagið okkar skipar sæti í ríkis- og sveitafélagsnefndum og er oft boðið á fundi sem og vinnufundi þar sem málefni innflytjenda eru rædd. Þar að auki hafa önnur félög, til dæmis innan verkalýðshreyfingarinnar oft samband við okkur varðandi ýmsa viðburði eins og til dæmis kvennaverkfallið í dag. Stjórnin okkar er skipuð af sjálfboðaliðum sem þýðir að til að mæta á þessa fundi þurfa fulltrúar okkar að taka sér frí úr vinnu þar sem fundirnir eru yfirleitt á vinnutíma. Flestir aðrir þátttakendur þessara funda eru starfsfólk á vegum ríkisins, borgarinnar eða stéttafélaganna og eru því þarna á vegum vinnunnar sinnar. Aðeins ein af þessum stofnunum greiðir fulltrúa okkar fyrir fundarsetu. Auk þess sem fulltrúi okkar er yfirleitt sá eini af erlendum uppruna. Þetta skapar mikið álag á fulltrúann okkar, enda er ekki nóg að hann mæti heldur er hann líka í forsvari fyrir breiðan og fjölbreyttan hóp. Fyrir þessar stofnanir er þátttaka okkar leið til að sýna að þeim er umhugað um inngildingu. Hins vegar er vert að spyrja hvers vegna nánast ekkert af starfsfólki þessara stofnana sé af erlendum uppruna? Við erum sannarlega þakklát fyrir inngildandi nálgun skipuleggjanda kvennaverkfalls þessa árs en á sama tíma finnst okkur að stéttarfélögin ættu að nýta þetta tækifæri til að rannsaka þennan ójöfnuð innan sinna raða. Það er flott hjá forsætisráðherranum að taka þátt í kvennaverkfallinu en okkur finnst að það heði mátt nýta þetta tækifæri til að ræða ráðningarferlið í ráðuneytunum og öðrum ríkisstofnunum. Það er enginn skortur á færum konum af erlendum uppruna á Íslandi, við ættum því ekki að þurfa að reiða okkur á ólaunað vinnuafl til þess að fá sæti við borðið. Höfundur er varaformaður í W.O.M.E.N samtök kvenna af erlendum uppruna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar