Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 08:00 Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og félagar hennar í Framliðinu fengu frestun á leik sínum vegna Kvennaverkfallsins. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra. Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Leikur Selfoss og Fram í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta átti að fara fram í kvöld en hann hefur nú verið færður aftur um einn dag að beiðni Framliðsins. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og núverandi, aðstoðarþjálfari Fram, skilur ekki af hverju fleiri kvennalið vildu ekki fá frestun á degi Kvennaverkfallsins. Rakel Dögg ræddi málið í íþróttafréttum sjónvarpsins í gær. „Bæði leikmönnum, og mér, finnst skjóta skökku við að labba út af vinnustað en að vera svo skikkuð í að mæta í næstu vinnu. Það er í raun og veru staðan. Það er furðulegt að það sé verið að hvetja til þess að leggja niður störf, sýna samstöðu, en svo erum við skikkuð til að mæta á næsta stað. Í raun og veru er þetta líka meira en bara leikmenn, það eru starfsmenn í húsum og sjálfboðaliðar, svo það er að fleira að huga en bara einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir í samtali við Rúv. Það kom Rakel líka á óvart að Fram sé eina liðið sem hafi farið fram á frestun. „Það kemur mér á óvart. Ég ætla að viðurkenna það. Ég er hissa á að sjá ekki fleiri lið sem hafa farið fram á frestun. Það er oft þannig að þegar einhver stígur fyrsta skrefið að þá fylgja aðrir eftir. Auðvitað þurfa liðin að taka þessa umræðu innan síns hóps og taka afstöðu, en auðvitað vonumst við til þess að sjá meiri samstöðu hjá kvennaliðum,“ sagði Rakel Dögg. Þrír aðrir leikir fara fram í Powerade bikar kvenna í handbolta í kvöld en það eru leikir HK og FH í Kórnum, leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Garðabænum og leikur Fjölnis og Gróttu í Fjölnishöllinni.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita