Hætti með Britney í textaskilaboðum Boði Logason skrifar 24. október 2023 11:24 Britney Spears og Justin Timberlake voru kærustupar frá 1998 til 2002, eða þar til hann sagði henni óvænt upp með textaskilaboðum. Getty Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira