Hætti með Britney í textaskilaboðum Boði Logason skrifar 24. október 2023 11:24 Britney Spears og Justin Timberlake voru kærustupar frá 1998 til 2002, eða þar til hann sagði henni óvænt upp með textaskilaboðum. Getty Ævisaga Britney Spears kemur út í Bandaríkjunum í dag en í henni fer söngkonan um víðan völl. Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Í bókinni, sem ber titilinn Woman in Me, ræðir hún meðal annars um samband sitt við söngvarann Justin Timberlake en þau voru kærustupar um árabil. Hun greinir frá því að hún hafi orðið ólétt í upphafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunarrof. „Það kom á óvart en fyrir mig þá var þetta ekki harmleikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjölskyldu saman,“ segir hún. „En Justin var augljóslega ekki ánægður þegar ég varð ólétt. Hann sagði að við værum ekki tilbúin til að eignast barn saman og að við værum alltof ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunarrof. En Justin var staðráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi ákvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu,“ segir Britney í bókinni. „Þetta er búið!!!“ Justin og Britney hættu saman árið 2002 þegar hún var um tvítugt en Britney segir að Justin hafi sagt henni upp með textaskilaboðum. Söngkonan var við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Overprotected Dark Child í Los Angeles og á öðrum degi mætti Britney ekki í tökur. Leikstjórinn, Chris Applebaum, fann hana grátandi á gólfinu í húsbílnum sem hún hafði til afnota í tökunum. Söngkonan sýndi honum textaskilaboð sem hún hafði fengið frá Justin: „Þetta er búið!!!“ stóð í þeim. Svo mörg voru þau orð. Vildi ekki halda áfram Britney tjáði leikstjóranum að hún vildi ekki halda áfram að taka upp myndbandið enda alveg miður sín. Chris hafi tjáð henni að hann skildi hana mjög vel að vilja ekki halda áfram „en ef þú vilt mæta núna og klára síðustu tökuna í rigningunni þá geturðu sýnt honum að hann var að gera mestu mistök lífs síns.“ Britney svaraði: „Veistu hvað? Þetta er frábær hugmynd. Ég ætla að sýna honum að hann var að missa það besta sem hann hefur nokkru sinni átt.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, myndbandið byrjar á rigningasenunni. Í bókinni ræðir Britney einnig um sjálfræðismissinn en faðir hennar var með forræði yfir henni í þrettán ár. Hún hafði lítið sem ekkert um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Eins og áður segir, kemur bókin út í Bandaríkjunum í dag.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bókaútgáfa Hollywood Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira