Áfram stálp og stelpur! Sóley Tómasdóttir skrifar 24. október 2023 11:31 Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun