Meiddist á versta tíma: „Enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 08:00 Teitur Örn Einarsson er þekktur fyrir sín þrumuskot. vísir/vilhelm Loksins þegar Teitur Örn Einarsson hafði fengið langþráð tækifæri með Flensburg og kominn á gott skrið meiddist hann. Selfyssingurinn fékk þungt högg á augað í Evrópuleik. Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum. Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.
Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira