Áskorun til kvenna og kvára í valdastöðum! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 08:31 Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Kvennaverkfall Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun