Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 25. október 2023 08:26 Skjálftinn mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir upptök skjálftans hafa verið um kílómetra norður af Þorbirni, þar sem fjöldi minni skjálfta hefur mælst í nótt og í morgun. Skjálftinn mældist fyrst um 4,8 að stærð en eftir yfirferð mælist hann 4,5. Um 760 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Enn mælist enginn gosórói. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var staddur á bæjarskrifstofunni þegar skjálftinn reið yfir klukkan 8:18. „Við urðum ágætlega vör við þennan og hann var talsvert sterkari en þessi í morgun. Sá var 3,9 upp úr klukkan hálf sex. En jú, við fundum rækilega fyrir þessum.“ Aðspurður um hvort bæjarbúar myndu kjósa eldgos fram yfir skjálftana segir Fannar að þeir myndu að sjálfsögðu vilja vera lausir við þetta allt saman. Það sé hins vegar ekki í boði. Upptök stóru skjálftanna í morgun voru rétt norður af Þorbirni.Veðurstofa Íslands „Skjálftarnir sem hafa verið undanfari goss eru ónotalegir og eins undarlega og það kann að hljóma þá hefur það verið ákveðinn léttir þegar hefur byrjað að gjósa og skjálftarnir hætta. Ef kemur til eldgoss þarna við Fagradalsfjall á annað borð þá er það lítið að trufla okkur. Það er helst þessi sýnilegi aukni straumur ferðamanna sem hefur áhrif á mannlífið. En lífið heldur áfram og gengur sinn vanagang. Við þekkjum þetta orðið ágætlega.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í nótt og í morgun. Skjálftarnir hafa þar til nú flestir verið mjög litlir og mælst norðvestan við Þorbjörn en einnig við Fagradalsfjall. Sterkur skjálfti, um 3,9 að stærð, mældist klukkan 5,35 í morgun sem fannst vel í Grindavík og víðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59
Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 14. október 2023 14:38