Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 25. október 2023 13:00 Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun