Agla María: Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 10:30 Agla María Albertsdóttir á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Sigurjón Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Danmörku annað kvöld í næstsíðasta heimaleiknum sínum í Þjóðadeildinni. Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn