María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 12:01 María Þórisdóttir sést hér með norska landsliðinu á Evrópumótinu afdrifaríka sumarið 2022. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira