Arnar um stórleik Ægis: Hann æfir eins og hann spilar Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:40 Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira