Áforma að selja Verne Global gagnaverin í heild sinni til að minnka skuldsetningu
Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa.
Tengdar fréttir
Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta
Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global.
Ættum að marka stefnu um uppbyggingu gagnavera eins og hin Norðurlöndin
Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja.