Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt Rakel Anna Boulter skrifar 27. október 2023 16:30 Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar