„Þetta er blóðugt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2023 19:01 Helen Sigurðardóttir er ein þeirra fjölmörgu sem tók óverðtryggt lán á föstum vöxtum sem losna um næstu mánaðarmót. Hún segir að sig hafi ekki órað fyrir breytingunni á lánskjörunum. Vísir/Ívar Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna? Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Snjóhengjan sem hefur verið yfirvofandi á fasteignalánamarkaði þegar kemur að lánum með óverðtryggða fasta vexti er byrjuð að falla á lántakendur af fullum þunga og spurning hvernig þeim muni reiða af. Ástæðan er að þegar vextirnir losna hækka þeir umtalsvert og það hefur mikil áhrif á afborganir lántakenda. Vaxtakostnaður eykst gríðarlega Við fengum nokkur dæmi um breytingar eftir að vextir slíkra lána losnuðu: Íbúðarkaupandi sem greiddi um og yfir tvö hundruð þúsund krónur af fasteignaláni sínu á síðasta ári þarf eftir að lánskjörin breytast í næsta mánuði að greiða um fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í afborgun á mánuði. Viðkomandi greiðir sjö þúsund krónur inn á höfuðstólinn en greiddi áður tæplega þrjátíu þúsund krónur. Restin fer í vaxtakostnað. Greiðsluseðill jafnar afborganir á fimmtíu milljón króna fasteignaláni eftir að fastir óverðtyggðir vextir losnuðu. Vísir/Rúnar Í öðru dæmi sem fréttastofa fékk til sín greiðir lántakandi næstum fimm hundruð þúsund krónur í vexti af láninu sínu á mánuði en aðeins tíu þúsund inn á höfuðstól þess. Mánaðarlegur freiðsluseðill tæplega fimmtíu milljón króna fasteignaláns eftir að fastir óverðtryggðir vextir losnuðu.Vísir/Rúnar Hefði ekki órað fyrir þessu Helen Sigurðardóttir sem ákvað ásamt maka sínum að taka óverðtryggt lán á föstum vöxtum fyrir rúmum þremur árum greiðir frá og með næsti mánaðamótum tvöfalt hærri vexti en hún gerði í janúar á þessu ári en afborganir af sjálfum höfuðstólnum lækka. Alls hækka afborganir lánsins um 152 þúsund kr. á mánuði, Hún segir að sig hefði ekki órað fyrir slíkri breytingu á kjörum. „Samkvæmt þessu greiðum við tveimur milljónum meira yfir árið en við gerðum ef vextirnir hefðu haldist þeir sömu. Við áttum svo sem ekki von á þessu fyrir þremur árum. Ég hafði því miður ekki vit á því að spá fyrir þessu,“ segir Helen. Hún segir erfitt að sjá að á sama tíma séu þau að borga minna af höfuðstól lánsins eða sjálfu láninu. „Það versta er að maður er að borga miklu meira en það fer bara í vextina. Þú ert ekki að borga lánið hraðar niður, þetta er blóðugt,“ segir Helen. Aðspurð af hverju hún skipti ekki yfir í verðtryggt lán svarar Helen: „Það væru vissulega lægri afborganir á slíku láni en þá myndum við á móti bara sjá höfuðstólinn hækka en þá bætast verðbæturnar við höfuðstólinn og það er eitthvað sem við myndum alls ekki vilja sjá því þá er eignamyndunin nánast engin á sama tíma og maður er alltaf og borga og borga.“ Fólk að flytja út vegna óhagstæðra kjara Hún segist vita um ungt fólk sem hefur flutt til annarra landa þar sem lánskjörin á fasteignamarkaði eru mun sanngjarnari en hér á landi. „Ég þekki nokkra aðila sem eru búnir að selja íbúðirnar sínar og flytja til Svíþjóðar eða Danmerkur í sanngjarnara kerfi. Fólk kaupir sér þar og á erfitt með að trúa hversu mikill munur er á lánskjörum. Þar er t.d. hægt að fá fasteignalán á þremur til fimm prósenta vöxtum til margra ára. Maður skilur ekki þennan mun. Þarf þetta þarf að vera svona? Er þetta af því Ísland er svona lítið og hér er bara króna?
Fjármál heimilisins Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira