Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Vísis skrifar 27. október 2023 20:50 Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Vísir / Hulda Margrét Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54