Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 22:03 Málið var rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Twitter/UN Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Allsherjarþing SÞ kallaði í dag eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa. Áhersla var lögð á að hægt væri að koma lífsnauðsynlegum vistum yfir til fólks á svæðinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Guardian hafa Ísraelar gefið í og stundað landhernað í auknum mæli. Hér má sjá hvernig atkvæðagreiðslan fór.Twitter/UN Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Eins og fyrr segir greiddi ekkert Norðurlandanna atkvæði með tillögunni, nema Noregur. Utanríkisráðuneytið studdi tillöguna ekki óbreytta Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ísland hafi komið afstöðu sinni skýrt á framfæri í atkvæðaskýringu að atkvæðagreiðslu lokinnni. Ísland hafi lagt áherslu á að mannúðarhlé til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmað gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekað að þá yrði að vernda. „Nú undir kvöld voru greidd atkvæði um ályktun um ástandið sem Jórdanía, fyrir hönd ríkja Arabahópsins, hefur lagt fram og snúa mjög að mannúðarhliðinni. Því miður reyndist ómögulegt að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn,“ segir í tilkynningunni. Þá segir enn fremur: „Kanada lagði fram breytingartillögu þar að lútandi í þeirri von að ályktunin myndi spegla allar hliðar málsins. Hún hlaut ekki brautargengi, en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að hún yrði samþykkt. Því var kosið um ályktunina óbreytta og var hún samþykkt með 120 atkvæðum gegn 14. Ísland sat hjá ásamt 44 öðrum ríkjum, þar með talið Norðurlöndunum, utan Noregs, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi, Bretlandi og Þýskalandi. Ísland hefði stutt ályktunina hefði breytingartillaga Kanada náð fram að ganga.“ Ísland hafi kallað eftir því að hugað yrði að pólitískri lausn deilunnar, friði yrði komið á og lögð var áhersla á tveggja ríkja lausnina. Þá hörmuðu fulltrúar Íslands jafnframt að ekki hefði náðst samstaða á fundinum og að öryggisráðinu hafi ekki tekist að ná saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira