Þrjú rauð, þrenna og mark fyrir aftan miðju er Bayern valtaði yfir Darmstadt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 15:32 Harry Kane hlóð í þrennu fyrir Bayern í dag. Markus Gilliar - GES Sportfoto/Getty Images Það er óhætt að segja að leikur Bayern München og Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni hafi boðið upp á mikla skemmtun í dag. Þýsku meistararnir skoruðu átta mörk í seinni hálfleik og unnu 8-0, en í fyrri hálfleik fóru þrjú rauð spjöld á loft. Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira