Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Pétur og Keflavík gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Ægi Þór. Það gekk ... ekki vel. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira