Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Pétur og Keflavík gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Ægi Þór. Það gekk ... ekki vel. Vísir/Hulda Margrét Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Eins og áður sagði var Ægir Þór hreinlega óstöðvandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Tölfræði hans í þeim leikjum má sjá hér að neðan. Ægir „Óstöðvandi“ SteinarssonKörfuboltakvöld Pétur og Keflavík ætluðu sér að reyna hægja á Ægi Þór þegar liðin mættust á fimmtudaginn var. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hitti Pétur og ræddi við hann um Ægi Þór og taktík Keflavíkur gegn þessum magnaða leikmanni. „Þú mátt ekki fara á móti honum, þarft að bakka með honum. Í öðru lagi þá máttu ekki hoppa upp þegar hann tekur „feikið.“ Ef þú nærð að standa á móti honum þá eru flestir hærri hann, hann þarf þá að skjóta yfir þig,“ segir Pétur er hann fer yfir frammistöðu Ægis Þórs. „Við þurfum að passa betur að bakvörðurinn haldi honum fyrir framan sig, hoppi ekki upp og falli ekki fyrir hraðabreytingum.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Pétur hrósaði Ægi Þór í hástert en benti þó að hann væri ekki besta þriggja stiga skytta landsins. „Hann er ekki þannig séð góð þriggja stiga skytta. En hann er búinn vera hitta ágætlega úr þriggja þannig þetta er pínu eitur hvað þú velur þér í þessu. Okkar verður væntanlega þetta að við munum fara undir boltahindranir hjá honum og gefa honum þriggja stiga skotið, svo falla ekki fyrir feikum og heldur ekki hraðabreytingum heldur að þú sért alltaf að bakka þegar hann ræðst á þig.“ „Auðvelt fyrir mig að segja þetta. Ég sem varnarmaður í gamla daga hefði getað stöðvað hann en ég er ekki viss um að varnarmennirnir í dag geti það,“ sagði Pétur skælbrosandi. Pétur hafði rétt fyrir sér hvað það varðar en Ægir Þór skoraði 32 stig og gaf sex stoðsendingar í sex stiga sigri Stjörnunnar, lokatölur 87-81. Innslag Körfuboltakvölds í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Keflavík ÍF Stjarnan Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira