Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2023 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson segir að betra hefði verið ef forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu talað beint saman um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira