Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íþróttadeild Vísis skrifar 31. október 2023 21:16 Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna 2023. VÍSIR / PAWEL Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15