Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 23:00 Jacob Aarup-Andersen er forstjóri Carlsberg. Soeren Bidstrup/EPA Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. „Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið. Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið.
Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06