Mun ekki klippa hárið til að fá stjórastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 11:01 Gifton Noel-Williams stýrði kvennaliði Watford tímabundið. Getty/Richard Heathcote Gifton Noel-Williams er ekki beint stjóratýpan þegar kemur að útlitinu. Hann ætlar heldur ekki að breyta því og í grein hjá BBC er bent á hvort að það sé kominn tími til að breyta þessu. Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér. Enski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Sjá meira
Noel-Williams dreymir um að fá að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði á sínum tíma í deildinni með Watford. Langstærsta hluta ferils síns eyddi hann þó í neðri deildunum. Daniel Ogunshakin@danogunshakin Noel-Williams ræddi útlit sitt og þá sérstaklega hárið í viðtali við breska ríkisútvarpið. Það er þekkt í enska boltanum að blökkumenn fá ekki mörg tækifæri til að setjast í stjórastóla hjá félögunum þrátt fyrir að þeir séu stór hluti af leikmönnum deildarinnar. Íþróttablaðamaðurinn Daniel Ogunshakin tengir við sögu Noel-Williams og þá í gengum sitt starf. „Þú ættir að klippa dreadlokkana þína ef þú ætlar að komast eitthvað áfram á ferlinum,“ byrjar Ogunshakin að rifja upp í grein sinni. „Þetta var fyrst sagt við mig eða eitthvað í þá áttina árið 2013 þegar ég var íþróttablaðamaður hjá öðru fyrirtæki. Á þeim tíma var ég stoltur af hárinu mínu og leit á það sem hluti af auðkenni mínu. Ég var líka á þeirri skoðun að það að hafa dreadlokka eða ekki, ætti ekki og myndi ekki hafa áhrif á það hvernig ég vinn mína vinnu,“ skrifaði Daniel Ogunshakin í grein hjá breska ríkisútvarpinu. Gifton Noel-Williams: 'I will not cut my hair to become a Premier League manager' https://t.co/28HS80WZ63— BBC Look East (@BBCLookEast) October 31, 2023 „Ég neitaði því að klippa þá,“ skrifaði Ogunshakin. „Um tíma leit út fyrir að þetta skipti ekki máli og ég hélt að ég myndi fá tækifæri til að fjalla um HM í rugby árið 2015 vegna áhuga míns á íþróttinni og að ég var einn af aðalfjölmiðlamönnunum á þeim tíma. Ég fékk hins vegar ekki að fara af því að útlitið mitt þótti ekki við hæfi á svo háttvirtu móti. Ég varð því að losa mig við lokkana,“ skrifaði Ogunshakin en hélt áfram: „Ég var niðurbrotinn en þegar ég lít til baka þá voru miklir kynþáttafordómar í gangi. Ég missti því af því að fjalla um einn af stóru íþróttaviðburðunum. Nokkrum vikum seinna þá klippti ég dreadlokkana sem ég var búinn að safna í tólf ár. Mér fannst ég hafa tapað hluta af sjálfum mér,“ skrifaði Ogunshakin. Ogunshakin segir að minningarnar hafi komið til baka þegar hann las um fyrrum framherja í ensku úrvalsdeildinni sem fær engin tækifæri sem knattspyrnustjóri. Þar er hann að tala um Gifton Noel-Williams. "I'm going to kick down some doors so that the younger generation can walk through it." @GiftonNoel insists he will not cut his hair to become a Premier League manager #BlackHistoryMonth pic.twitter.com/MhOWH5xdbe— BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2023 Noel-Williams er nú 43 ára gamall en lék á árum áður með Watford, Stoke og Burnley. Hann hjálpaði Watford að komst upp í ensku úrvalsdeildina um aldamótin. „Ég elska hárið mitt og það yrði mikill sorgardagur ef ég þyrfti að klippa það,“ sagði Noel-Williams. „Ég hef sagt það áður ef hárið þýði að ég muni aldrei verða knattspyrnustjóri þá er það í lagi. Ég mun ekki klippa hárið mitt til fá stjórastarf í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Noel-Williams. Hann var liðsfélagi Jóhanns B. Guðmundssonar hjá Watford í kringum aldamótin síðustu. Það má sjá greinina í vef breska ríkistútvarpsins þar sem er farið yfir fordóma og hversu erfitt það er fyrir dökka menn að fá tækifæri sem knattspyrnustjóri i bestu deild í heimi. Það má lesa alla greinina hér.
Enski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Sjá meira