Reifst við þjálfarann eftir að hafa pantað hamborgara upp á hótelherbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2023 12:00 Eftir leik Galatasaray og Bayern München í Meistaradeild Evrópu pantaði Tanguy Ndombele sér hamborgara. Það fór illa í þjálfara tyrknesku meistaranna. getty/ANP Tanguy Ndombele, leikmaður Galatasaray, lenti í harkalegu rifrildi við þjálfara liðsins á dögunum. Ástæðan er nokkuð skondin. Okan Buruk, þjálfari Galatasaray, var ekki hrifinn af því þegar Ndombele pantaði hamborgara upp á hótelherbergi sitt eftir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Buruk fór og hellti sér yfir Ndombele og þeir rifust harkalega þótt klukkan væri farin að nálgast miðnætti. Hamborgarinn virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Buruk en hann er ósáttur við líkamlegt ástand Ndombeles. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Frakkinn sé of þungur og Buruk ku ekki ætla að velja hann í lið Galatasaray fyrr en hann missir sex kg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan líkamlegu ásigkomulagi Ndombeles. Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði það fyrir tímabilið og lánaði franska miðjumanninn svo til Galatasaray. Ndombele var ekki í leikmannahópi Galatasaray þegar liðið sigraði Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni á laugardaginn og hefur aðeins spilað 93 mínútur í deildinni í vetur. Galatasaray er í 2. sæti hennar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fenerbache. Ndombele er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en félagið keypti hann á 63 milljónir punda frá Lyon 2019. Síðan þá hefur Ndombele verið lánaður aftur til Lyon, Napoli og núna Galatasaray. Hann gæti snúið aftur til Tottenham fyrr en seinna því Galatasaray íhugar að rifta lánssamningi hans vegna slæms líkamlegs ástands hans. Tyrkneski boltinn Matur Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Okan Buruk, þjálfari Galatasaray, var ekki hrifinn af því þegar Ndombele pantaði hamborgara upp á hótelherbergi sitt eftir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Buruk fór og hellti sér yfir Ndombele og þeir rifust harkalega þótt klukkan væri farin að nálgast miðnætti. Hamborgarinn virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Buruk en hann er ósáttur við líkamlegt ástand Ndombeles. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Frakkinn sé of þungur og Buruk ku ekki ætla að velja hann í lið Galatasaray fyrr en hann missir sex kg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan líkamlegu ásigkomulagi Ndombeles. Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði það fyrir tímabilið og lánaði franska miðjumanninn svo til Galatasaray. Ndombele var ekki í leikmannahópi Galatasaray þegar liðið sigraði Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni á laugardaginn og hefur aðeins spilað 93 mínútur í deildinni í vetur. Galatasaray er í 2. sæti hennar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Fenerbache. Ndombele er dýrasti leikmaður í sögu Tottenham en félagið keypti hann á 63 milljónir punda frá Lyon 2019. Síðan þá hefur Ndombele verið lánaður aftur til Lyon, Napoli og núna Galatasaray. Hann gæti snúið aftur til Tottenham fyrr en seinna því Galatasaray íhugar að rifta lánssamningi hans vegna slæms líkamlegs ástands hans.
Tyrkneski boltinn Matur Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira