Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent