Hafði ekki skorað í ár en gerði svo þrennu: „Þetta eru tómatsósuáhrifin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Düsseldorf í bikarleiknum gegn Unterhaching. getty/Matthias Balk Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leikur Fortuna Düsseldorf gegn Unterhaching í þýsku bikarkeppninni í fyrradag sé einn af hans eftirminnilegustu á ferlinum. Skagamaðurinn skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum og lagði auk þess upp eitt mark. Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak. Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak.
Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira