„Langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Ísak Bergmann Jóhannesson kann afar vel við sig í Düsseldorf. getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur lífsins út í ystu æsar hjá Fortuna Düsseldorf. Hann vonast til að spila með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu. Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri með FC Kaupmannahöfn framan af árinu lánuðu dönsku meistararnir Ísak til þýska B-deildarliðsins Düsseldorf í haust. Og þar hefur allt gengið eins og í sögu. Ísak skoraði til að mynda þrennu þegar Düsseldorf sigraði Unterhaching, 3-6, í þýsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta voru ekki bara fyrstu mörk Ísaks fyrir Düsseldorf heldur einnig fyrstu mörk hans á árinu 2023. Skagamaðurinn hefur alls leikið tíu leiki með Düsseldorf, skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar. „Mér líður ótrúlega vel hérna og það er passað ótrúlega vel upp á okkur. Ég kom á sama tíma á láni og leikmaður frá Norwich City, Christos Tzolis, og okkur líður ótrúlega vel hérna og langar að hjálpa Düsseldorf. Okkur líður eins og við séum heima hjá okkur í Düsseldorf og þetta hefur farið vel af stað,“ sagði Ísak við Vísi í gær. Draumurinn að spila í úrvalsdeildinni Düsseldorf er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar og setur stefnuna á að komast upp í úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Mér væri slétt sama þótt ég myndi ekki skora eða leggja upp meira bara ef við færum upp. Draumurinn er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er ekki spurning,“ sagði Ísak. Ísak og félagar í Düsseldorf setja stefnuna á að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.getty/Matthias Balk Düsseldorf á forkaupsrétt á Ísaki og getur nýtt hann í nokkra mánuði í viðbót. „Þeir eiga forkaupsrétt á mér fram yfir önnur félög og geta nýtt þetta ákvæði fram á næsta sumar,“ sagði Skagamaðurinn sem vill helst fá tækifæri til að spila með Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni sem er ein sú sterkasta í heimi. „Það væri draumurinn. Mér líður eins og ég sé heima hjá mér. Ég hef fundið mjög góðan stað þar sem er passað mjög vel upp á mig og allt gert til að hjálpa mér. Mann langar ekkert að fara þaðan sem manni líður vel. Það er alveg ljóst,“ sagði Ísak að endingu.
Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Sjá meira