Neitar að hafa beðist afsökunar og Mainz skilur ekkert Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 20:31 El Ghazi í leik með Mainz. Vísir/Getty Deila Anwar El Ghazi og þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz virðist aftur vera komið í hnút. El Ghazi var á dögunum settur í agabann hjá félaginu vegna innleggs hans á samfélagsmiðlum um átökin á Gaza. Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023 Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023
Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira