Sport

Dag­skráin í dag: Suður­nesja­slagur í Subway-deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dedrick Dion Basile verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Grindavík í kvöld sem kíkir í heimsókn til nágranna sinna í Njarðvík.
Dedrick Dion Basile verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Grindavík í kvöld sem kíkir í heimsókn til nágranna sinna í Njarðvík. Vísir/Anton Brink

Subway-deild karla verður í aðalhlutverki á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Hörður Unnsteinsson ásamt sérfræðingum fer yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum í kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:00 fer Skiptiborðið í loftið en þar verður fylgst með þeim fimm leikjum sem fram fara í Subway-deild karla í kvöld. Sýnt verður frá öllum leikjunum, farið yfir gang mála og rætt um það sem kemur upp. Hörður Unnsteinsson verður við stjórnvölinn og verður með góða sérfræðinga sér við hlið.

Klukkan 21:20 verða Tilþrifin síðan í beinni útsendingu þar sem Hörður og félagar fara yfir úrslitin og helstu atvik í leikjunum fimm.

Stöð 2 Sport 5

Suðurnesjaslagur Njarðvíkur og Grindavíkur verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:05. Grindavík vann sinn fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð á sama tíma og Njarðvík tapaði sínum fyrsta.

Það er áhugaverðurslagur framundan og hörð barátta líkt og oftast í leikjum þessara liða.

Stöð 2 Esport

Ljósleiðaradeildin í GS:GO verður í beinni útsendingu frá klukkan 19:15.

Vodafone Sport

Klukkan 23:05 verður leikur New York Rangers og Carolina í NHL-deildinni sýndur beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×