Bayern úr leik eftir tap gegn liði í þriðju deild Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Leikmenn Saarbrucken fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Stórlið Bayern Munchen er úr leik í þýska bikarnum eftir 2-1 tap gegn þriðjudeildarliði Saarbrucken. Sigurmark heimamanna kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira