Ærandi þögn mennta- og barnamálaráðherra – Norðurland bíður svara Hópur Inspectores Scholae Menntaskólans á Akureyri skrifar 3. nóvember 2023 07:30 Þann 5. september sl. blés mennta- og barnamálaráðherra til fundar framhaldsskólanema á Akureyri með tæplega þriggja klukkustunda fyrirvara, þar sem kynntar voru áætlanir um að leggja niður framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA, í núverandi mynd og sameina í einn ótilgreindan skóla. Út gengu 1.500 ringlaðir nemendur með nám sitt og framtíðarplön í uppnámi. Ekki er að undra að áætlanir þessar voru harðlega gagnrýndar, ekki síst eftir að í ljós kom að fagurgali um eflingu náms var í raun yfirskin. Ráðherra sagði berlega í viðtali síðar að helsta ástæðan væri væntur sparnaður, sem á einkum að nást með færra starfsfólki og minni launakostnaði, s.s. með skertri þjónustu við nemendur. Síðan ekki söguna meir. Ekkert hefur heyrst meira frá ráðherra, skólameistarar umræddra skóla fá engar upplýsingar og því síður nemendur, allt skólastarf hefur verið skilið eftir í lausu lofti um margra vikna skeið. Í seinustu viku átti loksins að fara fram umræða um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi og stóðu mörg í þeirri von að einhver svör myndu fást frá ráðherra um hvort hann ætli að halda áformunum um sameiningu MA og VMA til streitu eða falla frá þeim. Það voru því mikil vonbrigði að umræðunum hafi verið frestað að beiðni ráðherra og áfram ríkir því ærandi þögn um málið af hans hálfu. Þriðjudaginn næstkomandi, 7. nóvember, er þó von á að umræðan eigi sér loks stað. Í kjölfar þess að ráðherra greindi frá áformum sínum í Hofi á Akureyri voru mörg sem tjáðu sig um málið og hvöttu ráðherra til að falla frá þeim. Við undirrituð ítrekum þá hvatningu til ráðherra og í tilefni þess að málið er á leið inn í þingið þykir okkur ekki úr vegi að fara yfir málið og draga fram nokkrar staðreyndir um sameiningaráformin Norðanlands: Sameining MA og VMA er aðför að valfrelsi ungmenna á Akureyri og Norðurausturlandi. Afnám bekkjarkerfis MA gerir að verkum að ungmenni Akureyrar (og landsbyggðarinnar allrar, þar sem þar er eina heimavist bekkjarkerfisskóla) hafa ekki lengur sama val um skólakerfi og jafnaldrar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt er skerðing á valfrelsi, skerðing á jafnræði og alvarleg aðför að samkeppnishæfni landshlutans. Tilgangur sameiningar er óljós. Ýmist er talað um eflingu náms, líðan barna í skólum eða sparnað. Nú hefur komið í ljós, skv. orðum ráðherra, að aðaltilgangurinn er sparnaður. Vinnubrögð ráðherra hafa verið forkastanleg og samráðsleysið algert. Ráðherra hefur í engu virt tímalínu eigin starfshóps og valtað yfir skólameistarana. Barnamálaráðherra hefur valdið miklu uppnámi í framhaldsskólum og elstu bekkjum grunnskóla Akureyrar og vart var vinnufriður í skólununum vikum saman vegna málsins. Ferlið er auk þess brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sendi umboðsmaður barna erindi til ráðherra vegna málsins án þess að hann hafi brugðist við. Hefur erindið nú verið ítrekað tvisvar. Skýrsla starfshóps ráðherra, sú sem áætlunin er byggð á, er uppfull af rangfærslum og mótsögnum og því ekki hæf til grundvallar umbyltingar á fyrirkomulagi náms ungmenna á Norðurlandi. Fjölmargt sem tínt er til í skýrslu starfshópsins sem rök fyrir sameiningu skólanna á alls ekki við um MA. Má þar nefna að fullyrt er að aðsókn í hefðbundið bóknám fari þverrandi, þegar staðreyndin er sú að aðsókn að MA fer langt fram úr leyfðum nemendafjölda. Einnig er hamrað á að bæta þurfi nám, en nú þegar sýna gögn að nemar MA eru meðal þeirra sem standa sig hvað best í Háskóla Íslands. MA fékk ekki að fjölga nemendum eftir styttingu námsins líkt og aðrir skólar. Rekstrarörðugleikar MA væru hverfandi, jafnvel engir, ef MA fengi að fullnýta skólann og skólahúsnæðið. Var hér um að ræða eitthvert óhapp í ráðuneytinu við meðhöndlun á brothættu reiknilíkani eða var þetta meðvituð pólitík? Sameining, sem yrði í raun niðurlagning á MA, er aðför að Akureyri. Skólabærinn Akureyri á sér langa sögu þar sem MA er hjarta og hryggjarstykki þeirrar sögu. Viðbrögð við þessum áformum hafa sýnt það að MA er miklu meira en venjulegur framhaldsskóli. Hann er hryggjarstykki í skólabænum Akureyri, stór hluti af sjálfsmynd og ímynd bæjarins og bæjarbúum gríðarlega mikils virði. Það væri verið að þurrka út yfir hundrað ár af mjög ríkri menningararfleið. Sameining MA og VMA er aðför að valfrelsi ungmenna á Akureyri og Norðurausturhorninu, gerð í óljósum tilgangi öðrum en sparnaði og vinnubrögðin varðandi allt ferlið eru forkastanleg. Mikið er í húfi og við hvetjum þingheim allan, allt áhugafólk um málefni framhaldsskóla sem og fjölmiðla að halda málinu á lofti þar til ráðherra loksins rýfur þögnina og þá helst ákveður að falla frá áformum sínum um að leggja niður Menntaskólann á Akureyri. Krista Sól Guðjónsdóttir, Inspectrix Scholae Menntaskólans á Akureyri Birgir Orri Ásgrímsson, Inspector Scholae 2022-2023 Elísa Þóreyjardóttir, Inspectrix Scholae 2021-2022 Ína Soffía Hólmgrímsdóttir, Inspectrix Scholae 2020-2021 Júlíus Þór Björnsson Waage, Inspector Scholae 2019-2020 Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, Inspectrix Scholae 2018-2019 Ingvar Þóroddsson, Inspector Scholae 2017-2018 Björn Kristinn Jónsson, Inspector Scholae 2016-2017 Fjölnir Brynjarsson, Inspector Scholae 2015-2016 Valgeir Andri Ríkharðsson, Inspector Scholae 2014-2015 Bjarni Karlsson, Inspector Scholae 2013-2014 Sindri Már Hannesson, Inspector Scholae 2011-2012 Óli Dagur Valtýsson, Inspector Scholae 2010-2011 Axel Ingi Árnason, Inspector Scholae 2009-2010 Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir, Inspectrix Scholae 2008-2009 Vilhjálmur B Bragason, Inspector Scholae 2007-2008 Kristín Helga Schiöth, Inspectrix Scholae 2006-2007 Hulda Hallgrímsdóttir, Inspectrix Scholae 2003-2004 Borgný Skúladóttir, Inspectrix Scholae 2002-2003 Hálfdán Pétursson, Inspector Scholae 2001-2002 Kolbrún Gunnarsdóttir, Inspectrix Scholae 2000-2001 Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Inspectrix Scholae 1999-2000 Guðfinnur Sigurvinsson, Inspector Scholae 1998-1999 Þóra Björg Sigurðardóttir, Inspectrix Scholae 1997-1998 Gunnar Þór Jóhannesson, Inspector Scholae 1995-1996 Páll Tómas Finnsson, Inspector Scholae 1994-1995 Ómar Örn Magnússon, Inspector Scholae 1992-1993 Andri Már Þórarinsson, Inspector Scholae 1991-1992 Hjörleifur Þór Hannesson, Inspector Scholae 1990-1991 Eggert Tryggvason, Inspector Scholae 1985-1986 Kristján Sigtryggsson, Inspector Scholae 1982-1983 Þorsteinn Guðbrandsson, Inspector Scholae 1981-1982 Gunnar Snælundur Ingimarsson, Inspector Scholae 1980-1981 Ingvar Þóroddsson, Inspector Scholae 1972-1973 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þann 5. september sl. blés mennta- og barnamálaráðherra til fundar framhaldsskólanema á Akureyri með tæplega þriggja klukkustunda fyrirvara, þar sem kynntar voru áætlanir um að leggja niður framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA, í núverandi mynd og sameina í einn ótilgreindan skóla. Út gengu 1.500 ringlaðir nemendur með nám sitt og framtíðarplön í uppnámi. Ekki er að undra að áætlanir þessar voru harðlega gagnrýndar, ekki síst eftir að í ljós kom að fagurgali um eflingu náms var í raun yfirskin. Ráðherra sagði berlega í viðtali síðar að helsta ástæðan væri væntur sparnaður, sem á einkum að nást með færra starfsfólki og minni launakostnaði, s.s. með skertri þjónustu við nemendur. Síðan ekki söguna meir. Ekkert hefur heyrst meira frá ráðherra, skólameistarar umræddra skóla fá engar upplýsingar og því síður nemendur, allt skólastarf hefur verið skilið eftir í lausu lofti um margra vikna skeið. Í seinustu viku átti loksins að fara fram umræða um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi og stóðu mörg í þeirri von að einhver svör myndu fást frá ráðherra um hvort hann ætli að halda áformunum um sameiningu MA og VMA til streitu eða falla frá þeim. Það voru því mikil vonbrigði að umræðunum hafi verið frestað að beiðni ráðherra og áfram ríkir því ærandi þögn um málið af hans hálfu. Þriðjudaginn næstkomandi, 7. nóvember, er þó von á að umræðan eigi sér loks stað. Í kjölfar þess að ráðherra greindi frá áformum sínum í Hofi á Akureyri voru mörg sem tjáðu sig um málið og hvöttu ráðherra til að falla frá þeim. Við undirrituð ítrekum þá hvatningu til ráðherra og í tilefni þess að málið er á leið inn í þingið þykir okkur ekki úr vegi að fara yfir málið og draga fram nokkrar staðreyndir um sameiningaráformin Norðanlands: Sameining MA og VMA er aðför að valfrelsi ungmenna á Akureyri og Norðurausturlandi. Afnám bekkjarkerfis MA gerir að verkum að ungmenni Akureyrar (og landsbyggðarinnar allrar, þar sem þar er eina heimavist bekkjarkerfisskóla) hafa ekki lengur sama val um skólakerfi og jafnaldrar á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt er skerðing á valfrelsi, skerðing á jafnræði og alvarleg aðför að samkeppnishæfni landshlutans. Tilgangur sameiningar er óljós. Ýmist er talað um eflingu náms, líðan barna í skólum eða sparnað. Nú hefur komið í ljós, skv. orðum ráðherra, að aðaltilgangurinn er sparnaður. Vinnubrögð ráðherra hafa verið forkastanleg og samráðsleysið algert. Ráðherra hefur í engu virt tímalínu eigin starfshóps og valtað yfir skólameistarana. Barnamálaráðherra hefur valdið miklu uppnámi í framhaldsskólum og elstu bekkjum grunnskóla Akureyrar og vart var vinnufriður í skólununum vikum saman vegna málsins. Ferlið er auk þess brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sendi umboðsmaður barna erindi til ráðherra vegna málsins án þess að hann hafi brugðist við. Hefur erindið nú verið ítrekað tvisvar. Skýrsla starfshóps ráðherra, sú sem áætlunin er byggð á, er uppfull af rangfærslum og mótsögnum og því ekki hæf til grundvallar umbyltingar á fyrirkomulagi náms ungmenna á Norðurlandi. Fjölmargt sem tínt er til í skýrslu starfshópsins sem rök fyrir sameiningu skólanna á alls ekki við um MA. Má þar nefna að fullyrt er að aðsókn í hefðbundið bóknám fari þverrandi, þegar staðreyndin er sú að aðsókn að MA fer langt fram úr leyfðum nemendafjölda. Einnig er hamrað á að bæta þurfi nám, en nú þegar sýna gögn að nemar MA eru meðal þeirra sem standa sig hvað best í Háskóla Íslands. MA fékk ekki að fjölga nemendum eftir styttingu námsins líkt og aðrir skólar. Rekstrarörðugleikar MA væru hverfandi, jafnvel engir, ef MA fengi að fullnýta skólann og skólahúsnæðið. Var hér um að ræða eitthvert óhapp í ráðuneytinu við meðhöndlun á brothættu reiknilíkani eða var þetta meðvituð pólitík? Sameining, sem yrði í raun niðurlagning á MA, er aðför að Akureyri. Skólabærinn Akureyri á sér langa sögu þar sem MA er hjarta og hryggjarstykki þeirrar sögu. Viðbrögð við þessum áformum hafa sýnt það að MA er miklu meira en venjulegur framhaldsskóli. Hann er hryggjarstykki í skólabænum Akureyri, stór hluti af sjálfsmynd og ímynd bæjarins og bæjarbúum gríðarlega mikils virði. Það væri verið að þurrka út yfir hundrað ár af mjög ríkri menningararfleið. Sameining MA og VMA er aðför að valfrelsi ungmenna á Akureyri og Norðurausturhorninu, gerð í óljósum tilgangi öðrum en sparnaði og vinnubrögðin varðandi allt ferlið eru forkastanleg. Mikið er í húfi og við hvetjum þingheim allan, allt áhugafólk um málefni framhaldsskóla sem og fjölmiðla að halda málinu á lofti þar til ráðherra loksins rýfur þögnina og þá helst ákveður að falla frá áformum sínum um að leggja niður Menntaskólann á Akureyri. Krista Sól Guðjónsdóttir, Inspectrix Scholae Menntaskólans á Akureyri Birgir Orri Ásgrímsson, Inspector Scholae 2022-2023 Elísa Þóreyjardóttir, Inspectrix Scholae 2021-2022 Ína Soffía Hólmgrímsdóttir, Inspectrix Scholae 2020-2021 Júlíus Þór Björnsson Waage, Inspector Scholae 2019-2020 Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, Inspectrix Scholae 2018-2019 Ingvar Þóroddsson, Inspector Scholae 2017-2018 Björn Kristinn Jónsson, Inspector Scholae 2016-2017 Fjölnir Brynjarsson, Inspector Scholae 2015-2016 Valgeir Andri Ríkharðsson, Inspector Scholae 2014-2015 Bjarni Karlsson, Inspector Scholae 2013-2014 Sindri Már Hannesson, Inspector Scholae 2011-2012 Óli Dagur Valtýsson, Inspector Scholae 2010-2011 Axel Ingi Árnason, Inspector Scholae 2009-2010 Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir, Inspectrix Scholae 2008-2009 Vilhjálmur B Bragason, Inspector Scholae 2007-2008 Kristín Helga Schiöth, Inspectrix Scholae 2006-2007 Hulda Hallgrímsdóttir, Inspectrix Scholae 2003-2004 Borgný Skúladóttir, Inspectrix Scholae 2002-2003 Hálfdán Pétursson, Inspector Scholae 2001-2002 Kolbrún Gunnarsdóttir, Inspectrix Scholae 2000-2001 Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Inspectrix Scholae 1999-2000 Guðfinnur Sigurvinsson, Inspector Scholae 1998-1999 Þóra Björg Sigurðardóttir, Inspectrix Scholae 1997-1998 Gunnar Þór Jóhannesson, Inspector Scholae 1995-1996 Páll Tómas Finnsson, Inspector Scholae 1994-1995 Ómar Örn Magnússon, Inspector Scholae 1992-1993 Andri Már Þórarinsson, Inspector Scholae 1991-1992 Hjörleifur Þór Hannesson, Inspector Scholae 1990-1991 Eggert Tryggvason, Inspector Scholae 1985-1986 Kristján Sigtryggsson, Inspector Scholae 1982-1983 Þorsteinn Guðbrandsson, Inspector Scholae 1981-1982 Gunnar Snælundur Ingimarsson, Inspector Scholae 1980-1981 Ingvar Þóroddsson, Inspector Scholae 1972-1973
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar