Wembanyama stórkostlegur í sigri á Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 06:25 Victor Wembanyama fer hér framhjá Kevin Durant í leiknum í nótt. AP/Rick Scuteri Nýliðinn Victor Wembanyama átti sinn fyrsta risaleik í nótt þegar San Antonio Spurs vann 132-121 sigur á Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115 NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira