Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 11:46 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/bjarni Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra. Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra.
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent