Rifta samningi við El Ghazi vegna stuðningsyfirlýsingar við Palestínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 23:01 FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið. Alex Grimm/Getty Images Þýska úrvalsdeildarfélagið FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi sínum við hollenska knattspyrnumanninn Anwar El Ghazi. Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira