Hryllingssögur um ofsóknir á hinsegin fólki Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 08:01 Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn. Sem dæmi má nefna, þá undirritaði forseti Úganda nýlega þá löggjöf heims sem gengur lengst í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Við höfum sendiráð í Úganda og höfum haft þar tvíhliða þróunarsamvinnu áratugum saman. Nú liggur dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu. Lögin voru samþykkt á þingi Úganda með yfirgnæfandi meirihluta. Ég spurði því utanríkisráðherra um þetta á Alþingi. Þar spurði ég hann út í áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks í þróunarsamvinnu Íslands. Jafnframt hvort hann hygðist leggja aukna áherslu á réttindabaráttu hinsegin fólks á þessum vettvangi og þá með hvaða hætti. Enda virðist fullt tilefni til. Utanríkisráðherra greindi frá að á síðustu árum hefði utanríkisþjónustan beitt sér af sífellt meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Það gerum við með virku málsvarastarfi, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og í Evrópuráðinu, en einnig með fjárframlögum. Við fylgjumst grannt með stöðunni í samstarfs- og áherslulöndum okkar í þróunarsamvinnu. Metnaður standi til að styðja þétt við baráttuna í nýju samstarfslandi, Sierra Leone. Áherslur Íslands sem ráðherra lýsti, áherslur á réttindi hinsegin fólks í utanríkisþjónustunni, eru til eftirbreytni, enda eru mannréttindi hornsteinn íslensku utanríkisstefnunnar. Mannréttindabrot valda öðrum vandamála í þróunarríkjum: t.d. misskiptingu, fátækt og spillingu, og betrumbót er grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr áskorunum þróunarríkja til frambúðar. Það er því skylda okkar að halda því á lofti að mannréttindi eru algild, eiga alltaf við og um alla. Það er því mjög jákvætt að tíma og fjármunum sé varið í þróunarsamvinnuverkefni sem styðja við réttindi hinsegin fólks í þróunarríkjum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar