Tap hjá Harden í fyrsta leik: „Þetta var svolítið skrítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 12:01 James Harden átti ágætis leik í Madison Square Garden í nótt. getty/Rich Schultz James Harden lék sinn fyrsta leik fyrir Los Angeles Clippers þegar liðið tapaði fyrir New York Knicks, 111-97, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Philadelphia 76ers lét loks undan kröfum Hardens í síðustu viku og skipti honum til Clippers. Harden vandaði sínum gömlu vinnuveitendum ekki kveðjurnar á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Clippers og sagði að Sixers hefði verið með hann í ól. Harden var í byrjunarliði Clippers gegn Knicks, lék í 31 mínútu, skoraði sautján stig og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu skotum sínum í leiknum. Reyndi að fylgja innsæinu „Það var svolítið skrítið að spila án þess að hafa tekið þátt í æfingaleik eða æft almennilega. Ég gerði bara það sem ég kann en reyndi að fylgja innsæinu og því sem ég hef gert síðustu ár. Ég fór bara út á völl og spilaði og hugsaði um leikinn og reyndi að gera hann auðveldari fyrir alla aðra,“ sagði Harden eftir frumraunina með Clippers. Welcome to the family, James Harden! pic.twitter.com/zVs6W56AEB— LA Clippers (@LAClippers) November 7, 2023 Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Clippers með átján stig. Russell Westbrook skoraði sautján stig líkt og Harden. Clippers hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Julius Randle og RJ Barrett fóru fyrir Knicks. Sá fyrrnefndi skoraði 27 stig og sá síðarnefndi 26 stig. Jókerinn samur við sig Nikola Jokic var með þrefalda tvennu þegar meistarar Denver Nuggets sigruðu New Orleans Pelicans, 134-116. Serbinn skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Denver hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í vetur. LeBron James sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs þegar Los Angeles Lakers laut í lægra haldi fyrir Miami Heat, 108-107. LeBron skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og var stigahæstur á vellinum. Jimmy Butler skoraði mest fyrir Miami, eða 28 stig. Bam Adebayo var með 22 stig, tuttugu fráköst og tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 48 stig og tók ellefu fráköst þegar Sixers sigraði Washington Wizards á heimavelli, 146-128. Embiid hitti úr sautján af 25 skotum sínum í leiknum. Úrslitin í NBA í nótt Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
Knicks 111-97 Clippers Detroit 109-120 Golden State Indiana 152-111 San Antonio Orlando 102-117 Dallas Philadelphia 146-128 Washington Brooklyn 125-129 Milwaukee Miami 108-107 LA Lakers Chicago 130-113 Utah Houston 122-97 Sacramento Minnesota 114-109 Boston OKC 126-117 Atlanta Denver 134-116 New Orleans
NBA Tengdar fréttir Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“ Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers. 6. nóvember 2023 17:30