Gekk berserksgang á Litla-Hrauni: Grunaður um að hóta lífláti og öðru ógeðslegra Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2023 15:19 Flest brot mannsins áttu sér stað á Litla hrauni. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna hann sat inni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður í tuttugu ákæruliðum fyrir ýmis brot, líkt og hótanir og ofbeldi í garð opinberra starfsmanna, brot í nánu sambandi, og eignaspjöll. Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Meirihluti meintra brota mannsins eiga að hafa átt sér stað í fangelsi árið 2021, en samkvæmt heimildum Vísis voru þau flest á Litla-Hrauni. Fyrstu sex ákæruliðir málsins varða hótanir í garð fangavarða á tímabilinu mars til nóvember 2021. Í fyrsta töluliðnum er manninum gefið að sök að hóta tveimur fangavörðum að „hella hlandi yfir þá og troða skít upp í þá og alla aðra fangaverði.“ Útbjó stunguvopn sjálfur Síðan hafi hann hótað tveimur fangavörðum að stinga þá og berja með stunguvopnum sem hann hafði í fórum sínum. Fram kemur að vopnin hafði maðurinn sjálfur útbúið, úr járni af brotnum vaski í fangaklefa. Í öðrum ákærulið segir að maðurinn hafi slegið fangavörð í gagnauga með krepptum hnefa, og hrækt á tvo aðra fangaverði. Fram kemur að hrákinn hafi endað á auga annars þeirra og á kinn hins. Í ákæru segir að þegar fangaverðir hafi opnað hlera að hurð fangaklefa mannsins, hafi hann staðið fyrir utan hurðina með glas með glærum vökva í.Vísir/Vilhelm Síðasti ákæruliðurinn af þessum sex varðar hótanir mannsins í garð nokkurra fangavarða. Hann hafi sagt þeim að hann ætlaði að skíta í bolla og maka því framan í fangaverði og kasta þvagi í þá. Þá segir að þegar tveir varðanna hafi kíkt í gengum lúgu á fangaklefa mannsins hafi hann staðið við hurðina með pappaglas sem innihélt glærkenndan vökva. Ekki er greint frá því hvers konar vökva var um að ræða. Einn fangavörðurinn krefst rúmrar milljónar í skaðabætur. Ítrekaðar hótanir til nákominnar konu Næstu sjö ákæruliðir varða brot í nánu sambandi. Manninum er gefið að sök að hafa frá því í apríl 2021 þangað til í nóvember sama ár hótað sama einstaklingum í nokkur skipti. Ekki kemur nákvæmlega fram hvernig maðurinn tengist einstaklingum, en hægt er að lesa úr ákærunni að um konu er að ræða. Hótanirnar vörðuðu líflát og ofbeldi. Með þeim á maðurinn að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar. Hún krefst 1,5 milljóna í miskabætur frá manninum. Braut og bramlaði Síðan er maðurinn ákærður fyrir fjögur brot, er varða eignaspjöll í fangelsinu. Einn ákæruliðurinn í þeim efnum er ansi umfangsmikill, en þar er meintum berserksgangi mannsins lýst. Honum er gefið að sök að hafa með pottum og pönnum slegið í ýmsa muni og tæki í eldhúsi fangelsisins. Til að mynda hafi örbylgjuofn fallið til jarðar og skúffur og skápahurðir brotnað. Þá hafi hann slegið með potti í öryggismyndavél sem losnaði og féll í gólfið. Síðan hafi hann brotið tvo skúringakústa og stappað á örbylgjuofni. Flest brotin sem maðurinn er ákærður fyrir áttu sér stað á Litla-hrauniVísir/Vilhelm Maðurinn er einnig ákærður fyrir að eyðileggja síma fangelsisins í fjórgang, brotið vask, DVD-spilara, og rispað DVD-diska. Þá er honum gefið að sök að hafa brotið blöndunartæki þannig að töluvert lak út á gólf. Einnig hafi hann eyðilagt neyðarútgangsljós í fangelsinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessari viku, en héraðssaksóknari sækir málið. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Árborg Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46 Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00
Hættulegasti staðurinn á Litla Hrauni brátt úr sögunni Alræmt torg á Litla Hrauni þar sem fangar úr öllum áttum geta rekist á hvorn annan, heyrir brátt sögunni til. Fangelsismálastjóri segir um að ræða hættulegasta staðinn innan fangelsissvæðins þar sem mjög oft komi til átaka. 25. september 2023 19:46
Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sambandi Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt. 16. febrúar 2023 10:14