„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2023 20:31 Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ í febrúar á næsta ári. vísir/arnar Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira