Grýttu platpeningum í „Dollarumma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 21:00 Gianluigi Donnarumma tekur upp platpeningana sem kastað var í hann. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma. Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30