Rafnar kaupir Rafnar-Hellas Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2023 08:57 Verksmiðja Rafnars-Hellas í Grikklandi. Rafnar Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum styrkist alþjóðlegt tækni-, þjónustu- og framleiðsluteymi Rafnar verulega. Stefnt sé að því að auka framleiðslugetu Rafnar-Hellas strax á næsta ári, en hún sé nú um 25 bátar á ári. Gríska félagið hafi fyrst og fremst framleitt báta fyrir viðskiptavini Rafnar við Miðjarðarhafið, en hafi nýverið hafið að framleiða báta fyrir Bandaríkjamarkað, ásamt því að framleiða ómönnuð sjóför í samstarfi við stórt erlent tæknifyrirtæki, meðal annars fyrir viðskiptavin í Asíu. Spennandi tækifæri „Við höfum starfað náið með Rafnar-Hellas síðustu árin og þekkjum starfsfólkið og reksturinn vel. Þegar okkur bauðst að kaupa meirihluta í fyrirtækinu varð okkur strax ljóst að þetta væri spennandi tækifæri, sem við mættum ekki láta ganga okkur úr greipum. Eftirspurn eftir Rafnar bátum er mikil og verkefni okkar er að mæta þeirri eftirspurn, en um leið huga vel að gæðum og þróun framleiðslunnar,“ er haft eftir Birni Ársæli Péturssyni, stjórnarformanni Rafnar. „Við erum afar ánægð með að þessi kaup séu í höfn. Með því að eiga meirihlutann í því félagi sem framleiðir flesta báta með sérleyfi frá okkur getum við haft enn betri stjórn á vexti og þróun vörumerkisins. Við stefnum á að auka framleiðslugetuna í Grikklandi en það er mögulegt með minniháttar tilkostnaði og gerum ráð fyrir góðum tekjuvexti hjá Rafnar-Hellas á næsta ári,“ er haft eftir Benedikt Orra Einarssyni, framkvæmdastjóra Rafnar. Kaup og sala fyrirtækja Grikkland Nýsköpun Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að með kaupunum styrkist alþjóðlegt tækni-, þjónustu- og framleiðsluteymi Rafnar verulega. Stefnt sé að því að auka framleiðslugetu Rafnar-Hellas strax á næsta ári, en hún sé nú um 25 bátar á ári. Gríska félagið hafi fyrst og fremst framleitt báta fyrir viðskiptavini Rafnar við Miðjarðarhafið, en hafi nýverið hafið að framleiða báta fyrir Bandaríkjamarkað, ásamt því að framleiða ómönnuð sjóför í samstarfi við stórt erlent tæknifyrirtæki, meðal annars fyrir viðskiptavin í Asíu. Spennandi tækifæri „Við höfum starfað náið með Rafnar-Hellas síðustu árin og þekkjum starfsfólkið og reksturinn vel. Þegar okkur bauðst að kaupa meirihluta í fyrirtækinu varð okkur strax ljóst að þetta væri spennandi tækifæri, sem við mættum ekki láta ganga okkur úr greipum. Eftirspurn eftir Rafnar bátum er mikil og verkefni okkar er að mæta þeirri eftirspurn, en um leið huga vel að gæðum og þróun framleiðslunnar,“ er haft eftir Birni Ársæli Péturssyni, stjórnarformanni Rafnar. „Við erum afar ánægð með að þessi kaup séu í höfn. Með því að eiga meirihlutann í því félagi sem framleiðir flesta báta með sérleyfi frá okkur getum við haft enn betri stjórn á vexti og þróun vörumerkisins. Við stefnum á að auka framleiðslugetuna í Grikklandi en það er mögulegt með minniháttar tilkostnaði og gerum ráð fyrir góðum tekjuvexti hjá Rafnar-Hellas á næsta ári,“ er haft eftir Benedikt Orra Einarssyni, framkvæmdastjóra Rafnar.
Kaup og sala fyrirtækja Grikkland Nýsköpun Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira