Leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða Lovísa Arnardóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:13 Katrín segir verkefnið stórt en vel undirbúið. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórn mun leggja fram frumvarp um byggingu varnargarða í Svartsengi. Frumvarpið er byggt á tillögu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næst fer málið fyrir þing. Rætt verður við formenn allra flokka í dag. „Almannavarnadeild ríkislögreglu sendi dómsmálaráðherra erindi um uppbyggingu á varnargörðum vegna hugsanlega eldsumbrota. Við tókum það í umræðu hér á fundi okkar og erum með í undirbúningi frumvarp sem veitir heimild til gerð slíkra varnargarða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. En næst fer málið fyrir þing. „Það þarf lagaheimild til vegna þess að við erum ekki á hættustigi heldur viðbúnaðarstigi. Þetta þarf að fara fyrir þingið,“ segir Katrín og að lengi hafi verið unnið að málinu á sviði almannavarna, í samráði við önnur yfirvöld. Katrín segir að varnargarðarnir verði byggðir út frá mögulegum sviðsmyndum í tengslum við vernd mikilvægra innviða. Málið verði útfært í dag í samráði við aðila sem þurfa að koma að því auk formenn flokka á Alþingi. „Þetta er auðvitað stór aðgerð en það þarf að vega og meta alla hagsmuni saman þegar svona ákvörðun er tekin. Þetta var aðalmál okkar fundar og verður unnið áfram í samvinnu okkar dómsmálaráðherra með aðkomu fleiri ráðherra. Fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra.“ Vilja vera betur undirbúin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók undir og sagði mikilvægt að nýta öll ráð til að verja innviði. „Við erum einhuga og sammála um að þetta er verkefni sem við þurfum að fara í. Að setja upp varnargarða í forvarnarskyni þó við séum enn á óvissustigi. Til að vera betur undirbúin og þá betur varin. Þótt þetta sé talsvert inngrip þá held ég að þetta sé ákaflega mikilvægt.“ Sigurður Ingi segir kostnað einhverja milljarða við framkvæmdina. Vísir/Vilhelm Spurður hvort það þurfi að ganga lengra segir Sigurður Ingi að það þurfi að forgangsraða verkefnum og fylgjast með leiðbeiningum vísindamanna og almannavarna. „Þetta er stór ákvörðun en mikilvægt að undirbúa það sem best hvernig það er gert.“ Hann segist telja flesta Íslendinga hafa skilning á því að það þurfi að ganga í þessar aðgerðir í Svartsengi. „Ég held að allflestir Íslendingar hafi skilning á því að það þurfi að verja innviði í byggð þar sem búa um 30 þúsund íbúar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir kostnað í mati, tillagan sé í hönnunarferli en gert sé ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir í kringum Svartsengi sé talin í milljörðum. „En þetta er auðvitað engir fjármunir í samhengi við það tjón sem gæti orðið, sem gæti hugsanlega orðið, og ég segi hugsanlega því annars vegar hefur ekkert gerst og hins vegar þá vitum við ekki endilega hvort þetta myndi duga.“ Greint var frá því í gær að starfsmenn HS Orku væru nú að vinna við það að safna möl á vinnusvæði virkjunarinnar til að undirbúa gerð varnargarða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Almannavarnadeild ríkislögreglu sendi dómsmálaráðherra erindi um uppbyggingu á varnargörðum vegna hugsanlega eldsumbrota. Við tókum það í umræðu hér á fundi okkar og erum með í undirbúningi frumvarp sem veitir heimild til gerð slíkra varnargarða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. En næst fer málið fyrir þing. „Það þarf lagaheimild til vegna þess að við erum ekki á hættustigi heldur viðbúnaðarstigi. Þetta þarf að fara fyrir þingið,“ segir Katrín og að lengi hafi verið unnið að málinu á sviði almannavarna, í samráði við önnur yfirvöld. Katrín segir að varnargarðarnir verði byggðir út frá mögulegum sviðsmyndum í tengslum við vernd mikilvægra innviða. Málið verði útfært í dag í samráði við aðila sem þurfa að koma að því auk formenn flokka á Alþingi. „Þetta er auðvitað stór aðgerð en það þarf að vega og meta alla hagsmuni saman þegar svona ákvörðun er tekin. Þetta var aðalmál okkar fundar og verður unnið áfram í samvinnu okkar dómsmálaráðherra með aðkomu fleiri ráðherra. Fjármálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og innviðaráðherra.“ Vilja vera betur undirbúin Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tók undir og sagði mikilvægt að nýta öll ráð til að verja innviði. „Við erum einhuga og sammála um að þetta er verkefni sem við þurfum að fara í. Að setja upp varnargarða í forvarnarskyni þó við séum enn á óvissustigi. Til að vera betur undirbúin og þá betur varin. Þótt þetta sé talsvert inngrip þá held ég að þetta sé ákaflega mikilvægt.“ Sigurður Ingi segir kostnað einhverja milljarða við framkvæmdina. Vísir/Vilhelm Spurður hvort það þurfi að ganga lengra segir Sigurður Ingi að það þurfi að forgangsraða verkefnum og fylgjast með leiðbeiningum vísindamanna og almannavarna. „Þetta er stór ákvörðun en mikilvægt að undirbúa það sem best hvernig það er gert.“ Hann segist telja flesta Íslendinga hafa skilning á því að það þurfi að ganga í þessar aðgerðir í Svartsengi. „Ég held að allflestir Íslendingar hafi skilning á því að það þurfi að verja innviði í byggð þar sem búa um 30 þúsund íbúar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir kostnað í mati, tillagan sé í hönnunarferli en gert sé ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir í kringum Svartsengi sé talin í milljörðum. „En þetta er auðvitað engir fjármunir í samhengi við það tjón sem gæti orðið, sem gæti hugsanlega orðið, og ég segi hugsanlega því annars vegar hefur ekkert gerst og hins vegar þá vitum við ekki endilega hvort þetta myndi duga.“ Greint var frá því í gær að starfsmenn HS Orku væru nú að vinna við það að safna möl á vinnusvæði virkjunarinnar til að undirbúa gerð varnargarða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9. nóvember 2023 14:40
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Svona gætu varnargarðar við Svartsengi litið út Starfshópur verkfræðinga og fræðimanna hefur gert greiningu á innviðum og skilað af sér tillögum að varnargörðum vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. 8. nóvember 2023 18:55