Stefnir í besta rekstrarár Landsvirkjunar frá upphafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 16:50 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Allt stefnir í metafkomu árið 2023 hjá Landsvirkjun en blikur eru á lofti í raforkumálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar um níu mánaða uppgjör félagsins. Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“ Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þar kemur fram að hagnaður fyrir óinnleysata fjármagnsliði hafi numið 290 milljónum bandaríkjadollurum eða 39,7 milljörðum króna, en hafi verið 228,5 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður og jókst því um 26,9 prósent þrátt fyrir mjög góða afkomu á síðasta ári. Hagnaður tímabilsins var 159,4 milljónir bandaríkjadala (21,8 milljarða króna), en var 203,8 milljónir bandaríkjadala á sama tímabili árið áður. Á síðasta ári skilaði hagnaður Landsnets hluta af niðurstöðu ársins, en Landsnet var selt um síðustu áramót. Rekstrartekjur námu 495,4 milljónum bandaríkjadölum (67,9 milljörðum króna) og hækka um 62 milljónir bandaríkjadala, eða um 14,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Blikur á lofti „Allt stefnir í að árið 2023 verði besta rekstrarár í sögu Landsvirkjunar. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaður af grunnrekstri um tæp 27 prósent frá árinu 2022, sem þó var metár. Þrátt fyrir umtalsverða verðlækkun á tímabilinu á orku- og hrávörumörkuðum, en raforkuverð til stórnotenda er að hluta til tengt þróun þessara markaða, jukust raforkutekjur um rúm 14% frá sama tímabili ársins áður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Skýrist það af áhættuvörnum, sem seinka áhrifum verðlækkana. Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur halda áfram að lækka eins og undanfarin ár, vegna lækkandi skulda og nú aukinna vaxtatekna. Í dag bera 77% lána okkar fasta vexti og breytast þeir því ekki þótt vextir hækki á fjármálamörkuðum,“ segir Hörður. „Þótt rekstur Landsvirkjunar gangi framar vonum um þessar mundir eru blikur á lofti í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrirsjáanleg er aukin orkuþörf, vegna orkuskipta og almenns vaxtar atvinnulífsins og nú ríður á að byggja upp frekari raforkuvinnslu til að anna henni. Við hjá Landsvirkjun vinnum nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa svo hægt sé að hefja framkvæmdir við þær nýju virkjanir sem eru forsendur fyrir þeim mikilvægu breytingum sem framundan eru.“
Landsvirkjun Orkumál Rekstur hins opinbera Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira