Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 13:01 Florentino Perez Real Madrid Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið. Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið.
Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31