Aston Villa í Meistaradeildarbaráttu en Brighton fatast flugið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 16:20 John McGinn skoraði eitt marka Villa í dag. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 3-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er komið í hörku baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Slakt gengi Brighton & Hove Albion heldur áfram og þá unnu Hamrarnir í West Ham United góðan sigur. Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Sigur Aston Villa á Fulham var einkar öruggur en liðið komst yfir eftir tæplega hálftíma þökk sé sjálfsmarki vinstri bakvarðar gestanna, Antonee Robinson. Skotinn geðþekki John McGinn tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Eftir rúma klukkustund kom Ollie Watkins heimamönnum 3-0 yfir og gerði endanlega út um leikinn. Litlu máli skipti þó Raul Jímenez hafi minnkað muninn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Lokatölur á Villa Park 3-1 og heimamenn nú unnið 13 heimaleiki í röð. Aston Villa er í 5. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í 2. sæti deildarinnar. Fulham er í 16. sæti með 12 stig. Thirteen home Premier League wins in a row for @AVFCOfficial pic.twitter.com/hJFYclEn7S— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 Þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks þökk sé marki Simon Adingra þá þurfti Brighton að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sheffield United. Mahmoud Dahoud fékk rautt spjald í liði Brighton á 69. mínútu og fimm mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Adam Webster setti boltann í eigið net. Eftir góða byrjun á tímabilinu er farið að halla undan fæti hjá Brighton. Brighton er í 8. sæti með 19 stig en Sheffield í næstneðsta sæti með aðeins fimm stig. How important could this be for Sheff Utd? pic.twitter.com/1Iyd0sG7Gz— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 David Moyes andar léttar eftir að lærisveinar hans í West Ham unnu 3-2 sigur á Nottingham Forest. Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir en Taiwo Awoniyi jafnaði metin fyrir gestina, staðan 1-1 í hálfleik. Anthony Elanga kom gestunum yfir í síðari hálfleik en Jarrod Bowen jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu James Ward-Prowse. Sá síðarnefndi lagði svo upp sigurmarkið en það skoraði Tomáš Souček á 88. mínútu. Ward-Prowse hefur nú skorað tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar í 11 deildarleikjum fyrir Hamrana á leiktíðinni. Lokatölur í Lundúnum 3-2 West Ham í vil. London Stadium plays host to another Premier League thriller pic.twitter.com/bGXZSCiEQ5— Premier League (@premierleague) November 12, 2023 West Ham er í 9. sæti með 17 stig en Forest í 15. sæti með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Salah í stuði þegar Liverpool lyfti sér upp í annað sætið Liverpool er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Brentford. Mo Salah var á skotskónum fyrir Liverpool í dag. 12. nóvember 2023 15:59