Skytturnar komu til baka gegn Refunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2023 21:01 Alessia Russo skoraði og lagði upp fyrir Arsenal. Nathan Stirk/Getty Images Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira
Arsenal lenti óvænt 2-0 undir í kvöld en svaraði með sex mörkum í síðari hálfleik. Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, minnkaði muninn á 49. mínútu áður en Alessia Russo jafnaði metin þremur mínútum síðar. Caitlin Foord kom Skyttunum yfir á 58. mínútu og Victoria Pelova bætti við fjórða markinu skömmu síðar. Stina Blackstenius bætti við fimmta markinu þegar stundarfjórðungur lifði leiks og Lina Hurtig því sjötta þegar það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 2-6. HT Leicester 2-0 Arsenal49 Leicester 2-1 Arsenal52 Leicester 2-2 Arsenal58 Leicester 2-3 Arsenal61 Leicester 2-4 Arsenal75 Leicester 2-5 Arsenal90+8 Leicester 2-6 ArsenalSIX unanswered goals by Arsenal in the second half to defeat Leicester in the WSL pic.twitter.com/cs7q6YFUwu— B/R Football (@brfootball) November 12, 2023 Það virðist ekki sem fréttir þess efnis að Emma Hayes muni taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu hafi haft áhrif á Chelsea þegar liðið sótti Everton heim. Jessie Fleming kom Chelsea yfir snemma leiks, Sam Kerr tvöfaldaði forystuna eftir rúma klukkustund og varamaðurinn Agnes Beever-Jones skoraði þriðja markið í þann mund sem venjulegur leiktími rann út, lokatölur í Bítlaborginni 0-3. Three points on the road! #CFCW pic.twitter.com/tghO9rID5r— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 12, 2023 Í Manchester var West Ham í heimsókn en Dagný er þó hvergi sjáanleg enda á hún von á sínu öðru barni. Hennar er sárt saknað en brasilíska landsliðskonan Geyse kom Man United yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimakonur gengu svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Millie Turner tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu og Nikita Parris bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Happy birthday dad pic.twitter.com/a37bnMSWn6— Millie Turner (@MillieTurner_) November 12, 2023 Hvorugt lið virtist ætla að skora í síðari hálfleik eða allt þangað til Lucia Garcia skoraði fjórða mark Man Utd á 88. mínútu og Melvine Malard bætti við því fimmta skömmu síðar. Lokatölur í Manchester 5-0 heimaliðinu í vil. Önnur úrslit Tottenham Hotspur 1-1 Liverpool Manchester City 0-1 Brighton & Hove Albion Bristol City 0-2 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Sjá meira