Kostar skólann ellefu milljarða að reka þjálfarann og ætla samt að reka hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 11:01 Jimbo Fisher þarf ekki að leita sér að nýju starfi á næstunni þvi starfslokin hjá Texas A&M eru honum afar hagstæð. Getty/Justin Ford Texas A&M skólinn hefur ákveðið að reka þjálfara fótboltaliðsins síns og þrátt fyrir að það kosti metupphæð að losa sig við hann. Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports) Bandaríkin Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports)
Bandaríkin Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira