Það er eftir nærri því fimmtíu árásir vígahópa sem tengjast Íran á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi, frá því stríðið milli Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir 56 hermenn hafa særst lítillega í þessum árásum. Um 2.500 bandarískir hermenn eru í Írak og um níu hundruð í Sýrlandi.
Sjá einnig: Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að ekkert hefði meiri forgang í ríkisstjórn Joe Biden, forseta, en að vernda líf bandarískara hermanna. Hann sagði árásirnar til marks um að Bandaríkjamenn myndu verja sig og hagsmuni sína.
Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi
Austin sagði að skotmörkin sem sprengjum hefði verið varpað á í gærkvöldi hafi verið notuð af byltingarvörðum Íran og vígahópum.
Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd.
Today, in response to continued provocations by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps and their affiliated groups in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTOM) conducted air strikes against facilities near the cities of Abu Kamal and Mayadin, said General Michael Erik pic.twitter.com/9j2H3tGhDN
— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 12, 2023