„Höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi og það þarf að fagna því“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 20:46 Fyrirliðinn og Noregsmeistarinn Ingibjörg. @VIFDamer „Mjög góð, mikill léttir að við náðum að sigla þessu heim. Blendnar tilfinningar, búnir að vera erfiðir dagar,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, Noregsmeistari í knattspyrnu, og Grindvíkingur í húð og hár í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira