Haraldur Franklín á enn möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 08:25 Haraldur Franklín Magnús er í baráttunni um sæti á DP World atvinnumótaröðinni í golfi. Getty/Oliver Hardt Íslenski kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki. Hann á því enn möguleika á að komast inn á mótaröðina og bætast í hópi fárra íslenskra kylfinga sem hafa náð því. Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira