Táknmál í sveitarfélögin Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2023 17:01 Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun