Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2023 19:19 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Freysteinn Sigmundsson, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, fjölluðu um náttúruhamfarirnar í Grindavík. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga: Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga:
Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira